Category Archives: Fréttir

Nýtt fræðslu- og námsefni komið á vefinn

Kæru félagar og notendur fræðslu- og námsefnis um Uppbyggingu ábyrgðar og sjálfsaga. Til stóð að frumsýna ykkur nýtt efni á vef félagsins í dag 13. ágúst á áætlaðri 20 ára afmælisráðstefnu félagsins í samvinnu við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Stakkahlíðarhúsum. Undir hnappinum Námsefni niðurhal hér á síðunni má finna eftirfarandi nýtt efni: Grunnþarfirnar fimm og þarfahringinn…

Read more

Námskeiði 21. og 22. ágúst í Brekkuskóla frestað

Vegna hertra sóttvarnarfyrirmæla og óhagræðis við að halda námskeið og í samráði við leiðbeinendur er námskeiðinu sem átti að vera í Brekkuskóla á Akureyri 21. og 22. ágúst frestað um óákveðinn tíma. Þegar betur viðrar til námskeiðshalds verður staðan metin og blásið til sóknar. Með góðum kveðjum Stjórn Uppbyggingar sjálfsaga

Read more

Afmælisráðstefnu frestað

Kæru félagar og skráðir þátttakendur á afmælisráðstefnu Uppbyggingar sjálfsaga. Vegna hertra sóttvarnarreglna COVID-19 er afmælisráðstefnu félagsins Uppbygging sjálfsaga 13. ágúst n.k. frestað um ár til að byrja með og áætluð þess í stað fimmtudaginn 12. ágúst 2021. Það voru 240 skráðir þátttakendur og um 45 einstaklingar sem komu að dagskránni alls um 280 manns, en…

Read more

Aðalfundur 2020 – FRESTAÐ

Aðalfundi hefur verið frestað að sinni. Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins um óákveðinn tíma vegna ástandsins í þjóðfélaginu. FRESTAÐ – Aðalfundur Uppbyggingar sjálfsaga verður haldinn strax að ráðstefnu lokinni, fimmtudaginn 13. ágúst, kl. 16:00. Á dagskrá eru venjulegum aðalfundarstörfum þar með talin kosning nýrrar stjórnar og formanns fyrir næstu tvö ár. Dagskrá…

Read more

Uppbygging I námskeið – 21.- 22. ágúst í Brekkuskóla á Akureyri

Félagið Uppbygging sjálfsaga í samvinnu við Brekkuskóla, Giljaskóla, Valsárskóla, Dalvíklurskóla, Hríseyjarskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar auglýsir byrjendanámskeið Uppbyggingu I í Brekkuskóla á Akureyri dagana 21. – 22. ágúst 2020. Námskeiðið er opið öllum sem vilja nýta sér og kynnast betur Uppbyggingu ábyrgðar og sjálfsaga. Námskeiðið hefst kl. 9:00 báða dagana og stendur til kl. 16:00. Skráning…

Read more

Uppbygging I – námskeið 11. og 12. ágúst 2020 í Álftanesskóla

Félagið Uppbygging sjálfsaga í samvinnu við Álftanesskóla og Ingunnarskóla auglýsir byrjendanámskeið Uppbyggingu I í Álftanesskóla dagana 11. – 12. ágúst 2020. Námskeiðið er opið öllum sem vilja nýta sér og kynnast betur Uppbyggingu ábyrgðar og sjálfsaga. Námskeiðið hefst kl. 9:00 báða dagana og stendur til kl. 16:00. Skráning hér á síðu félagsins. Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu.

Read more
Back to Top